Viðskiptaráð segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans séu ekki einungis mikilvægar til að efla traust á íslenskum fjármálafyrirtækjum heldur hagkerfinu öllu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Viðskiptaráðs á vef þess í dag. Það fagnar aðgerðunum.

„Tvíhliða gjaldeyrisskiptasamningar sem þessi eru mikilvægt fyrsta skref í eflingu trúverðugleika Seðlabanka Íslands og íslenska hagkerfisins,“ segir Viðskiptaráð. „Í kjölfar aukinna lánalína telur Viðskiptaráð skynsamlegt að ríkissjóður leitist eftir erlendri lántöku í samstarfi við Seðlabanka Íslands til að auka gjaldeyrisforða verulega og stórefla styrk Seðlabanka Íslands.“

Hér má finna yfirlýsingu Viðskiptaráðs í heild.