Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra leggur í dag upp í fundarherferð um neytendamál.

Þetta kemur fram á vef viðskiptaráðuneytisins en þar segir að síðan ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir rúmu ári hafi verið unnið að því að byggja upp öflugt ráðuneyti neytendamála innan viðskiptaráðuneytisins.

„Einn liður í þeirri uppbyggingu var útgáfa skýrslunnar Ný sókn í neytendamálu, staða neytenda á Íslandi sem unnin var af þremur stofnunum Háskóla Íslands,“ segir á vef ráðuneytisins og til að fylgja því starfi eftir muni viðskiptaráðherra leggja í fundarherferðina.

„Markmið fundanna er hvoru tveggja að kynna það stefnumótunarstarf sem þegar hefur farið fram og að kalla eftir sjónarmiðum fólks um allt land,“ segir jafnframt á vef ráðuneytisins.

Þá kemur fram að margir munu leggja ráðherranum lið, til að mynda fulltrúar allra þingflokka á alþingi og ýmsir framármenn á sviði neytendamála.

Hér má sjá dagskrá ráðherrans og lista yfir gesti. (pdf skjal)