Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingar lýstu á fundi Samfylkingar með íbúum við neðri Þjórsá yfir andstöðu sinni við virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Íbúarnir nýttu tækifærið á fundinum og spurðu viðskiptaráðherra af hverju hann hafi tekið skóflustungu að nýju álveri í Helguvík. Ráðherrann ítrekaði þá andstöðu sína við virkjun í neðri Þjórsá en sagðist ekki hafa tekið sérstaka afstöðu til álversins í Helguvík.

Þetta kemur fram í fréttatitlkynningu frá Samfylkingunni. Þar kemur einnig fram að fleiri mál voru rædd á fundinum, t.d. dómsmál um vatnsréttindi á svæðinu. Þá lýstu íbúar yfir áhyggjum sínum af aurburði og sandfoki frá uppistöðulónum virkjunarinnar.