Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fundaði í dag með fulltrúum BSRB, ASÍ og Samtökum Atvinnulífsins til að ræða horfur í verðlagsmálum, en þetta kemur fram í tilkynningu frá viðskiptaráðuneytinu.

Tillögur um aðgerðir verða lagðar fyrir ríkisstjórnina von bráðar. Aðkoma ofangreindra samtaka að aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu er möguleg.

Að undanförnu hefur viðskiptaráðherra fundað með ýmsum aðila vegna hækkandi heimsmarkaðsverð og hærra innflutningsverðlags á flestum vörum. Í síðustu viku hitti ráðherrann fulltrúa verslunarinnar og hagsmunasamtaka neytenda.