Jafnréttiskennitalan er verkefni sem unnið er á vettvangi Rannsóknaseturs vinnuréttar- og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst og miðar að árlegri birtingu upplýsinga, einkum um hlutfall kvenna í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda í fyrirtækjum hér á landi.

Með stuðningi við verkefnið vill viðskiptaráðuneytið stuðla að mikilvægum rannsóknum á nýtingu mannauðs innan fyrirtækja hér á landi og hvetja til aukins kynjajafnréttis í stjórnun fyrirtækja á Íslandi. Styrkfjárhæðin er ein milljón króna.

Viðskiptaráðuneytið hefur jafnframt ákveðið að styrkja verkefnið "Við segjum já", á vegum Félags kvenna í atvinnurekstri og Leiðtoga Auðar. Verkefnið miðar að því að hvetja konur til að bjóða fram krafta sína í þágu stjórnunar atvinnulífs á Íslandi.

Bæði þessi verkefni eru jákvæð skref að því marki að auka jafnstöðu kynjanna í stjórnun fyrirtækja.