Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC er talinn hafa meiri áhrifameiri en Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands þegar kemur að efnahagsmálum landsins.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun GQ tímaritsins í Bretlandi en greint er frá niðurstöðum hennar í breska blaðinu The Daily Telegraph.

Þannig er Peston, sem hlotið hefur fjöldamörg verðlaun fyrir skrif sín, í fjórtánda sæti  en Darling í því fimmtánda í könnun GQ um áhrifamestu menn á Bretlandi.

Efstur á lista er Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands sem ýtir David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins úr sessi en Cameron er nú í öðru sæti.

Þá er Barack Obama, forseti Bandaríkjanna í þriðja sæti yfir áhrifamestu menn í bresku efnahagslífi en rétt er að geta þess að könnunin var framkvæmt rétt fyrir jól, þ.e.a.s. áður en Obama tók við sem forseti.

Telegraph segir að þátttakendur hafi þannig gert ráð fyrir því að þær aðgerðir sem Bandaríkjamenn myndu ráðast í eftir embættistöku Obama myndu hafa veruleg áhrif á Bretland.

Telegraph vekur einnig sérstaka athygli á því að George Osborne, skuggafjármálaráðherra Íhaldsmanna er einnig fyrir ofan Darling en Osborne er í sjötta sæti listans.

Eini smásalinn sem nær á topp tíu lista GQ er íslandsvinurinn Philip Green, eigandi Arcadia samstæðunnar.