Davíð Oddsson, utanríkisráðherra fer fyrir viðskiptasendinefnd til Japans í september n.k. Ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að ferð viðskiptasendinefndar til Japans, í framhaldi af niðurstöðu skoðanakönnunar í lok síðasta árs. Ráðgert er að ferðin verði farin 12.-19. september og hefur Davíð Oddsson utanríkisráðherra staðfest að hann muni fara fyrir sendinefndinni.

Ferðin er sniðin bæði að þeim fyrirtækjum sem séu þegar í viðskiptum á svæðinu og þeim sem vilji hefja samstarf eða markaðssókn inn á þennan markað. Einnig henti hún þeim aðilum sem tengjast þróunarstarfi, fjármögnun og rannsóknum.

Skipulögð verður viðskiptaráðstefna, lítil sýning, fyrirtækjastefnumót og móttaka á hóteli í Tókýó og mögulega einnig í Nagoya en þar fer fram World Expo sem mun ljúka síðar þann mánuð. Útflutningsráð mun velja samstarfsaðila sem þekkja mjög vel til á þessum stöðum og eru staðsettir ytra. Þeirra hlutverk verður að skipuleggja viðskiptafundi fyrir þátttakendur í sendinefndinni sem þess óska, í samstarfi við okkur.

Frekari upplýsingar um ferð viðskiptasendinefndarinnar