Útflutningsráð stendur fyrir ferð viðskiptasendinefndar til Bretlands dagana 24. til 28. maí n.k. Viðskiptaráðstefnan verður haldin fyrir hádegi þann 25. maí í Lancaster House í London. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna og flytja ávarp. Í beinu framhaldi sama dag eru skipulagðir viðskiptafundir íslenskra og breskra aðila.

Undirbúningur er nú í fullum gangi vegna ráðstefnuhalds og viðskiptasendinefndar til Bretlands í lok maí n.k. Hápunktur ferðarinnar til Bretlands er viðskiptaráðstefna sem haldin verður þann 25. maí og hefst kl. 10:00 um morguninn. Ráðstefnan mun fjalla um viðskipti og fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Bretlandi og þau viðskiptatækifæri sem þar eru. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja viðskiptaráðstefnuna og flytja ávarp. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan standi til kl. 12:30, síðan verður snæddur léttur hádegisverður. Kl. 13:00 hefjast svo skipulagðir viðskiptafundir íslenskra og breskra fyrirtækja ? svokallaðir B2B fundir.

Ráðstefnan og viðskiptafundirnir verða haldnir í hinu fræga Lancaster House í London, í hjarta borgarinnar.

Tilefni viðskiptasendinefndar til Bretlands er mikill áhugi meðal íslenskra fyrirtækja á breska markaðnum. Fleiri íslensk fyrirtæki hafa nú þegar fjárfest í Bretlandi og náð umtalsverðum árangri þar ? enda er breski markaðurinn stór.

Útflutningsráð hefur ráðið reyndan aðila, Mattias Johansson hjá fyrirtækinu EZENZE, til að útvega viðskiptasambönd og skipuleggja fundi fyrir þau íslensku fyrirtæki sem þess óska með breskum fyrirtækjum.

Undirbúningur ráðstefnunnar og viðskiptasendinefndarinnar er unninn í samstarfi við UK Trade & Investment og undirbúningur ferðarinnar í heild er unninn í samstarfi við sendiráði Íslands í London.