Í dag hefst leiðangur íslenskrar viðskiptasendinefndar til Bretlands á vegum Útflutningsráðs. Á næstu dögum munu íslensk fyrirtæki hitta fjölda fulltrúa breskra fyrirtækja og á morgun verður haldin Viðskiptaráðstefna í Lanchester House.

Ólafur Ragnar Grímsson mun ávarpa Viðskiptaráðstefnuna sem mun fjalla um viðskiptatengls Íslands og Bretlands sem hafa aukist mikið undanfarin ár og tækifæri á breska markaðinum fyrir íslendinga.

Útflutningsráð segir að áhugi meðal íslenskra fyrirtæki á breska markaðinum sé mikill um þessar mundir en meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í leiðangrinum eru Avion Group, All Senses Group, Atlantsskip, Eimskip og fleiri en alls taka 25 íslensk fyrirtæki þátt.