Útflutningsráð skipuleggur nú viðskiptasendinefnd til Mexíkó 11.-14. mars næstkomandi. Verður ferðin farin í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins.

Hefur Útflutningsráð verið iðið við að skipuleggja viðskiptaferðir  undanfarin misseri og skemmst er að minnast ferðar viðskiptasendinefndar til Persaflóaríkja dagana nú í janúar. Þótti hún takast vel og var skrifað undir nokkrar viljayfirlýsingar og samstarfssamninga í ferðinni. Voru þátttakendur á einu máli um að bæði í Abu Dhabi og Katar sé mikið af samstarfstækifærum

Áhersla í ferðinni til Mexíkó verður lögð á að koma á tengslum við háttsetta aðila í viðskiptalífinu þar í landi í gegnum fundi, kynningar og móttökur. Fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum hafa þegar skráð þátttöku í ferðinni.