Útflutningsráð leiðir hóp íslenskra fyrirtækja til Leeds og Hull 2.-5. október nk. Nýr ræðismaður Íslands í Leeds, Mark Warburton, hefur í samstarfi við fjölmarga aðila undirbúið viðamikla dagskrá og kynningu á viðskiptamöguleikum í Norður-Englandi segir í frétt Útflutningsráðs.

Þessi hluti Bretlands býður upp á margvíslega möguleika. Leeds er í dag önnur stærsta fjármálaborg Bretlands á eftir London og ber borgin og nágrenni þess skýr merki. Hull er fyrir utan að vera mikil sjávarútvegs- og flutningamiðstöð ein af aðeins 10 borgum Bretlands sem hefur verið valin til að keppa um 7,5 miljón punda styrk til þess að byggja upp altengda borg og er upplýsingaiðnaður í borginni á mikilli uppleið.

Icelandair er einn af aðalstyrktaraðilinum þessa verkefnis og býður af því tilefni þeim 25 þátttakendum sem fyrstir staðfesta þátttöku flugmiða á afar hagstæðum kjörum.