Í tengslum við opinbera heimsókn Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra til Úkraínu, er Útflutningsráð er að skipuleggja viðskiptasendinefnd til borganna Kiev og Lviv.

Þátttakendur í viðskiptasendinefndinni eru fyrirtæki úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins; útflutningi, viðskiptum og þjónustu.

Úkraína er stór og vaxandi markaður með margvíslegum viðskiptatækifærum. Í könnun Útflutningsráðs í lok síðasta árs kom fram verulegur áhugi meðal íslenskra fyrirtækja á þátttöku í viðskiptasendinefnd til Úkraínu.

Gert er ráð fyrir að farið verði frá Íslandi sunnudaginn 5. nóvember. Viðskiptafundir eru áformaðir í Kiev 6. og 7. nóvember og í Lviv 8. og 9. nóvember. Komið verði heim til Íslands 10. nóvember.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í viðskiptasendinefndinni eru beðnir að hafa samband sem allra fyrst og staðfesta þátttöku.