Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum vinna nú að því að selja viðskiptasérleyfi (franchise) til Kína og kínversk yfirvöld hvetja til þess með ráðum og dáð.

Fyrir 10 árum voru sérleyfi óþekkt þar í landi en nú er talið að um 2.100 sérleyfismerki séu rekin í Kína með um 120.000 rekstrareiningum og stöðugt bætast fleiri við segir í fréttabréfi SVÞ. Sama þróun á sér stað í Indlandi. Þessi lönd eru hröðum skrefum að taka upp vestræna hætti eins og þessi þróun gefur glögga mynd af.