Nú nýta 27 fyrirtæki og verkefni sér aðstöðu Kvosinni og sérfræðiráðgjöf sem þar er í boði og eru starfsmenn þeirra 47 talsins. að því er fram kemur í fréttatilkynningu „Í Kvosinni eru mjög fjölbreytt verkefni, að baki sumra þeirra eru einstaklingar en einnig er um stærri hópa að ræða. Fyrirtækin þurfa mismikla þjónustu en allir hafa aðgang að ráðgjöfum Impru á Nýsköpunarmiðstöð auk þess sem boðið er uppá fræðsludagskrá þar sem m.a. er fjallað um einkaleyfi, styrki, kynningarmál, markaðssetningu á netinu og fleira," segir í tilkynningunni.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsbanki opnuðu í janúar 2009 Kvosina, nýtt viðskiptasetur í húsnæði bankans í Lækjargötu.  Í Kvosinni fá einstaklingar og hópar aðstöðu til að vinna að viðskiptahugmyndum og stofna fyrirtæki undir faglegri umsjón sérfræðinga Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Íslandsbanki veitir aðgang að allri aðstöðu og húsnæði og því nýtist Kvosin afar vel ýmsum frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref í uppbyggingu fyrirtækja.  Kvosin er samstarfsverkefni Íslandsbanka, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hún er reist á reynslu og þekkingu Impru á Nýsköpunarmiðstöð sem starfrækir nú sex frumkvöðla- og viðskiptasetur víða um land.