Það vekur athygli greiningardeildar Kaupþings að virðisrýrnun viðskiptavildar Icelandic Group [ IG ] hafi ekki orðið meiri en raun ber vitni.

„Bókfærð viðskiptavild eftir niðurfærslu ársins 2007 nemur 193 milljónum evra eða um 20,3 milljörðum króna á meðan markaðsvirði Icelandic Group er 8,4 milljarðar. Teljum við verulegan vafa leika á bókfærðu virði viðskiptavildar félagsins enda er mjög erfitt að sjá að afkoma keyptra félaga geti verið í takt við þær væntingar sem stjórnendur gerðu á kaupdegi hvers félags.

Samanlagt tap IG síðustu þrjú árin nemur um 55 milljónum evra, og hefur tapið aukist ár frá ári," segir greiningardeildin.