Þúsundir viðskiptavina Icesave í Bretlandi munu í vikunni fá tölvupóst þar sem þeim verður leiðbeint um hvernig þeir geti nálgast sparifé sitt á nýjan leik.

Þetta kemur fram á vef breska blaðsins The Guardian.

Í frétt The Guardian kemur fram að fjármálaeftirlit Bretlands (FSCS) vonast til þess að geta endurgreitt viðskiptavinum Icesave fyrir lok mánaðarins en talið er að um 4 milljarðar breskra punda sé á innistæðureikningum Icesave.

FSCS mun, sem fyrr segir, senda viðskiptavinum tölvupóst þar sem þeim verður gefið aðgangslykill að reikningum sínum og hafi þannig færi á að millifæra fjármagn sitt.

Sjá frétt The Guardian.