Viðskiptavinir Icesave í Bretlandi, sem er í eigu Landsbankans, hafa verið varaðir við því að þeir gætu tapað fjármagni sínu hjá bankanum þurfi jafnvel að biðja um bætur vegna þess fjármagn sem þeir eiga á Icesave reikningum.

Á fréttavef BBC kemur fram að yfirvöld í Bretlandi séu nú að undirbúa það að lýsa Landsbankann óstarfhæfan þar í landi eftir að Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann í nótt.

Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS) mun höndla kröfur innistæðueigenda en samkvæmt fréttavef BBC er íslenska ríkið ábyrgt fyrir 20.887 evrum (tæpir 3,2 milljónir kr.).

Þá mun FSCS greiða restina en þó að hámarki 50 þúsund punda á hvern einstakling.

Þá kemur fram að viðskiptavinum Icesave sé nú meinað að taka út þar fjármagn sem þeir eiga hjá bankanum. Vísað er í yfirtöku FME á Landsbankanum frá því í morgun og tekið fram að enn eigi eftir að koma í ljós hvaða áhrif það mun hafa á Icesave.

Sjá frétt BBC.