Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands fóru rólega af stað í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,23% frá opnun markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Gengi bréfa fjármálafyrirtækja lækka lítillega og leiðir Glitnir lækkunina, en gegni bréfa bankans hafa lækkað um 0,59%. FL Group hefur lækkað um 0,54%, Landsbanki Íslands um 0,47% og Kaupþing banki um 0,13%.

Gengi hlutabréfa Flögu Group hefur hækkað um 0,5%.