Nú undir lok dags fóru aftur fram mikil viðskipti með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] en eins og vb.is greindi frá fyrr í morgun fóru fram utanþingsviðskipti fyrir um 3,8 milljarða í morgun.

Um er að ræða viðskipti fyrir um 5,7 milljarða til vibótar í fjórum færslum.

Færslurnar eru þannig:

30 milljón hlutir á genginu 42,28 að andvirði um 1.268 þúsund.

30 milljón hlutir á genginu 41,65 að andvirði um 1.249 þúsund.

72,5 milljón hlutir á genginu 42,95 að andvirði um 3,1 milljarðar

5 milljón hlutir á genginu 29,45 að andvirði tæplega 147 milljóna.

Heildarviðskipti með bréf í Landsbankanum eru því um 11,4 milljarðar í dag og hefur félagið hækkað um 0,9% í Kauphöllinni. Gengi félagsins er þegar þetta er skrifað, kl. 15:20, 29,6 á hlut.

Ekki er gefið upp hverjir stóðu að viðskiptunum en líklegt má telja að þarna hafi verið um framvirka samninga að ræða.