Áætlað er að viðskipti með hluti Icelandair Group Holding hefjist í Kauphöll Íslands hf. fimmtudaginn 14. desember 2006.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar:  "Við erum mjög ánægð með þessa miklu þátttöku. Icelandair Group er fyrirtæki sem með flutningum og ferðaþjónustu sinni gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og það er félaginu mikill styrkur að finna þann áhuga og traust sem birtist í sölunni á fyrirtækinu og skráningu þess á markað. Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við að efla fyrirtækið og styrkja með nýjum eigendum, ekki síst vegna þess að meðal nýju eigendanna eru fjölmargir samstarfsmenn sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu.?

?Icelandair er traust og vel rekið félag og það hefur verið afar ánægjulegt að finna þann áhuga sem fjárfestar sýna félaginu. Það er sérlega ánægjulegt að erlendir aðilar skuli taka svo virkan þátt í útboðinu og sýnir trú þeirra á félagið, sterka stöðu Icelandair sem vörumerkis og bendir til hóflegrar verðlagningar félagsins í útboðinu. Nú taka við spennandi tímar hjá Icelandair en félagið hefur kynnt metnaðarfull markmið um vöxt fyrir árið 2007," segir Einar Örn Ólafsson, forstöðumaður hjá Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis.