Færeyski bankinn Eik Bank hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Samkvæmt henni eru viðskiptin stöðvuð vegna þess óstöðugleika sem ríkir á íslenska fjármálamarkaðinum.

Félagið er einnig skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en stöðvun viðskipta hér á landi hefur engin áhrif á viðskipti með bréf bankans þar.