Svo virðist að millibankamarkaður með íslensku krónuna sé til staðar erlendis þó svo að hann hafi þornað upp hér á landi.

Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru erlendir bankar að eiga í viðskiptum með krónur á mun hærra gengi en hér á landi. Samkvæmt fréttastofunni eiga viðskipti sér stað á genginu 162 til 167 gagnvart evru.

Hinsvegar hefur Reuters eftir sérfræðingi hjá BNP Paribas að ekki sé að ræða um djúpan markað.

Þess bera að geta að evran er nú skráð á 155,9 krónur samkvæmt Markaðsvakt Mentis.