Viðskipti í kauphöllinni í London liggja nú niðri vegna tölvubilunar. Dagurinn fór af stað með mikilli veltu, en hækkun hefur verið á langflestum verðbréfamörkuðum um allan heim í kjölfar tíðinda af því að bandaríska ríkisstjórnin hyggist taka yfir húsnæðislánasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac.

Viðskipti lögðust niður klukkan 8.44 að staðartíma. Stöðvun á borð við þessa á sér stað 2-3 skipti á ári. Viðmælendur Telegraph segja málið hið vandræðalegasta fyrir London Stock Exchange, en stöðvun á borð við þessa hefur aldrei átt sér stað á jafnóheppilegum tímapunkti.

FTSE 100 hafði hækkað um 3% þegar viðskipti stöðvuðust.