Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 12,6 milljarða króna viðskiptum.

GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 5,9 milljarða króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 6 milljarða króna viðskiptum.

Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 2,3% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt um 2% og GAMMAxi: Óverðtryggt um 3,1%.

Meðal dagsvelta í vikunni var 28,5 milljarðar króna, þar af 17,9 milljarðar króna með verðtryggt og 10,6 milljarðar króna með óverðtryggt.

Í tilkynningu frá GAMMA segir að há meðalvelta í vikunni skýrist af viðskiptum vegna svokallaðra Avens-íbúðabréfa sem gengu í gegn í vikunni. Í maí síðastliðnum tilkynnti Seðlabankinn að 26 lífeyrissjóðir hafi keypt skuldabréfin af Seðlabankanum en Landsbankinn setti þau að veði fyrir lánafyrirgreiðslu frá Seðlabanka Lúxemborgar.

Ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust bréfin meðal annars með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg.