Í frumvarpi fjármálaráðherra um styrkingu gjaldeyrishafta er lagt til að við lög um gjaldeyrismál bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem kveði á um að útflutningsviðskipti með vöru og þjónustu skuli fara fram í erlendum gjaldmiðli.

Þá er lagt til ákvæði til bráðabirgða til breytingar á tollalögum sem felur í sér að viðskiptaverð vöru skuli skráð í erlendum gjaldmiðli á útflutningsskýrslu og enn fremur að við skráningu skuli miðað við þann gjaldmiðil sem fram kemur á sölureikningi útflytjenda, þó ekki íslenskar krónur.

Lagt er til að breytingarnar verði tímabundnar, til 30. nóvember 2010, en þar er miðað við sama tímabil og áætlun Íslands um efnahagsstöðugleika vegna lánsumsóknar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum tekur til.

Frumvarpið í heild má finna hér.