Hagnaður Verðbréfunar hf. Nam 2,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við tæplega milljón krónu tap á sama tímabili í fyrra, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Starfssemin á tímabilinu einkenndist af því að félagið vann áfram að því að jafna saman uppgreiðslur útlána og þá fjármögnun sem félagið réðst í tengslum við kaup á útlánum Landsbankans árin 1999 og 2002. Samtals var dregið út úr safnbréfaflokkum, útgefnum 1999 og 2002, alls 120 milljónir króna að nafnvirði á tímabilinu.

Eignasamsetning Verðbréfunar hf. er komið í jafnvægi þannig að það ójafnvægi sem skapaðist í kjölfar breytinga á íbúðalánamarkaði er gengið til baka er snýr að útlánum Verðbréfunar hf., segir í tilkynningunni.

Heildareignir félagsins lækkuðu um tæpar 170 milljónir króna og skýrist það af útdrætti safnbréfa og afborganna af útlánum í eigu félagsins.

Ekki er annað fyrirséð en að jafnvægi muni vera í rekstri Verðbréfunar hf. á komandi tímum, segir í tilkynningunni.