Eftir hækkun í morgun varð viðsnúningur á Evrópumörkuðum í dag og bréf tóku að lækka. Uppgjör Barclays bankans og tryggingafyrirtækisins Allianz báru með sér skaða sem félögin urðu fyrir vegna lánsfjárkreppunnar og juku á svartsýni á mörkuðum.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,2% í dag.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum lækkaði um 0,2%, AEX vísitalan í Amsterdam lækkaði um 1,2% og DAX vísitalan í Frankfurt lækkaði um 0,3%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,2% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 0,4%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,2%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi hækkaði um 0,5% en OBX vísitalan í Osló hækkaði um 1,2%.