Gengi krónunnar hefur styrkst á ný eftir snarpa veikingu á föstudaginn í kjölfar lækkunar Standard & Poor?s á lánshæfismati ríkisins.

S&P lækkaði lánshæfismatið í A-plús úr AA-mínus, sem stuðlaði að 3,6% veikingu krónunnar á föstudaginn. Í morgun náði krónan hámarki gagnvart evru, en hefur styrkst töluvert síðan.

Þegar þetta er ritað hefur gengi krónunnar styrkst um 1%.

?Virðist sem margir hafi ýmist notað tækifærið til hagnaðartöku af skortstöðum eða til þess að taka stöðu með krónunni. Athygli vekur að svipaða þróun má sjá í Ungverjalandi en töluverð fylgni hefur verið milli gengis forintu og krónu undanfarið,? segir greiningardeild Glitnis.

?Bæði löndin hafa verið vinsæl til vaxtamunarviðskipta og fengu Ungverjar lækkun á lánshæfismati ríkisins í snemmbúna jólagjöf líkt og við Íslendingar. Gengi forintu lækkaði á föstudag í kjölfar þeirrar fréttar en hefur hækkað það sem af er degi líkt og raunin er með krónuna. Svo virðist því sem erlendir fjárfestar hafi ekki misst trú á hávaxtamyntum við þessi tíðindi eftir að mesta styggðin rann af þeim.?