Viðsnúningur hefur verið á gengi krónu og Úrvalsvísitölu frá því í gær, samkvæmt upplýsingum frá M5. Gengi krónu hefur styrkst um 0,69% frá því að gjaldeyrismarkaður opnaði klukkan níu í morgun og er 128,7 stig en krónan styrktist um 1,97% í gær, meðal annars vegna umræðu um að viðskiptabankarnir muni hugsanlega breyta eigin fé sínu í evrur úr krónum.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,61% frá því að hlutbréfamarkaður opnaði klukkan tíu í morgun og er 6.771 stig en hún lækkaði um 0,72% í gær. Var það í fyrsta skipti sem hún lækkaði við lok dags á nýju ári.