Hlutabréf hafa tekið við sér í Evrópu og hækkað eftir að hafa lækkað við opnum markaða í morgun.

FTSEurofirst vísitalan hefur að vísu lækkað um 0,3% þegar þetta er skrifað, kl. 14:10 en hafði þó fyrr í morgun lækkað um 1,95%.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan nú hækkað um 0,15% eftir að hafa lækkað um 1,3% í morgun.

DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 0,3% en hafði fyrr í morgun lækkað um 1,6% og AEX vísitalan í Amsterdam hefur hækkað um 0,4% eftir að hafa lækkað um 1% í morgun.

Þá hefur CAC40 vísitalan í París hækkað um 0,3% eftir að hafa lækkað um 1,2% í morgun.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 0,3% eftir að hafa lækkað um 0,9% í morgun og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,5% eftir að hafa lækkað um 0,9% í morgun.

Þá hafa hlutabréf hækkað í upphafi dags í Bandaríkjunum.

Nasdaq hefur hækkað um 0,8, Dow Jones um 0,2% og S&P 500 um 0,5%.