Hagnaður N1 hf. nam 839 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 266 milljón króna tap fyrir sama tímabil á fyrra ári.

Veltufé frá rekstri nam 152 milljónum króna en var 567 milljónir fyrir sama tímabil á fyrra ári.

Í lok júní 2007 var eiginfjárhlutfall félagsins 28,4%.

Í ársbyrjun sameinuðust Olíufélagið ehf. og Bílanaust hf. og tengd félög undir merkjum N1 hf.

Rekstrartekjur félagsins nema 14.082 milljónum króna samanborið við 10.974 milljónir króna á sama tímabili árið 2006.

Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 837 milljónir króna á tímabilinu en voru neikvæðir um 742 milljónir á sama tímabili á fyrra ári.

Bókfært verð eigna félagsins í lok tímabilsins nam 27.641 milljónum króna samanborið við 22.114 milljónir króna í árslok 2006.

Fastafjármunir hækka um 1.555 milljónir króna á tímabilinu og nema 14.116 milljónum króna í lok þess. Veltufjármunir aukast um 3.972 milljónir króna á tímabilinu og nema 13.525 milljónum króna í lok þess.

Eigið fé þann 30. júní nam 7.853 milljónir króna samanborið við 6.698 milljónum króna þann 31. desember 2006.

Í lok tímabilsins námu heildarskuldir og skuldbindingar 9.356 milljónum króna og þar af námu langtímaskuldir 9.103 milljónum króna.