Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum hafa nú tekið viðsnúning eftir að hafa lækkað í morgun. Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að bandarísk yfirvöld kunni að rýmka um reglur á lánamörkuðum.

Þá greinir Reuters fréttastofan frá því að Microsoft og Yahoo muni hefja viðræður  á ný um yfirtöku Microsoft á félaginu.

Nasdaq hefur nú hækkað um 0,7%, Dow Jones um 0,3% og S&P 500 um 0,6%.