Hlutabréfamarkaðir í Evrópu höfðu flestir lækkað framan af degi en undir lok dags bárust fréttir af því að Commerzbank og Allianz hygðust gera sameiginlegt yfirtökutilboð í þýska bankann Deutsche Postbank.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,5% í dag en hafði framan af degi sýnt rauðar tölur en þó undir 1% lækkun.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan  um 0,25% eftir að hafa staðið í stað í mest allan dag. Þá lækkaði AEX vísitalan í Amsterdam um 0,4%.

Í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan u m 0,4% en í París stóð CAC 40 vísitalan í stað.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,2% en í Osló hækkaði OBX vísitalan um 2,2%.