Hlutabréf hafa nú lækkað í Evrópu og segir Reuters fréttastofan að lækkunin komi í framhaldi þess að smávörukeðjan J.C. Penny hafi minnkað hagnaðarspá sína á fyrsta ársfjórðung.

J.C. Penny sagði sölu um páskana hafa verið „töluvert undir væntingum“ og þykir tilkynning félagsins gefa vísbendinu um neysluhegðun og veldur áhyggjum þess efnis að neysla fari minnkandi í Bandaríkjunum og í Evrópu.

FTSEurofirst 300 vísitalan ehfur nú lækkað um 0,5% eftir að hafa hangið fyrir ofan núllið við opnun markaða í morgun.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um 0,44% í morgun. Þá hefur DAX vísitalan í Frankfurt lækkað um 0,4% og AEX vísitalan í Amsterdam um 0,5%.