Eftir lækkun framan af degi á Bandaríkjamarkaði snérist sú þróun við seinni hluta dags vegna vona manna um að niðurstaða fundar leiðtoga G7 ríkjanna muni hafa jákvæð áhrif. Fundur þeirra hófst í Washington í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,3% í dag. Dow Jones lækkaði um 1,1% og Standard & Poor´s lækkaði um 1,0%.

Olíuverð lækkaði um 6,0% í dag, eða 5,2 dali og kostar olíutunnan nú 81,4 dali.