Hlutabréf í Evrópu tóku viðsnúning  um miðjan dag og sýndu flestar vísitölur rauðar tölur við lok markaða eftir að hafa hækkað í byrjun dags.

Fréttavefur Reuters greinir frá því að vonbrigði með uppgjör Nokia hafi haft gífurleg áhrif á markaði en hlutabréf í Nokia hríðféll í dag eða um 13,6%.

FTSEurofirst vísitalan lækkaði um 0,6% eftir að hafa hækkað um 0,4% í morgun.

Þá lækkaði FTSE 100 vísitalan í Lundúnum lækkað um 1,1% eftir að hafa hækkað um 0,2% í morgun.

DAX vísitalan í Frankfurt lækkaði um 0,3% og AEX vísitalan í Amsterdam lækkaði um 0,1% CAC 40 vísitalan í París hækkaði þó um 0,1% í dag.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,5% eftir að hafa hækkað um 0,1% í morgun og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 1,2% eftir að hafa hækkað í morgun um 1,25%.