Úrvalsvísitalan hækkaði undir lok dags eftir að hafa glitrað rauðum tölum frá opnum. Þegar markaðir lokuðu fyrir örfáum mínútum hafði vísitalan hækkað um 0,2% og stendur nú í 4.439 stigum.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað nokkuð þessa viku og er þetta fyrsti dagurinn í vikunni sem hún hækkar.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var um 3,3 milljarðar. Þar af voru um 1,7 milljarður með bréf í Kaupþing og 800 milljónir með bréf í Landsbankanum.