*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 15. mars 2018 09:06

Viss um að borgarbúar vilji breytingar

Oddviti Sjálfstæðismanna, sem mælast á pari við Samfylkinguna, segir valkosti borgarbúa skýra í upphafi kosningabaráttu.

Ritstjórn
Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar
Haraldur Guðjónsson

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist finna fyrir góðum stuðningi í byrjun kosningabaráttunnar. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun hefur flokkurinn haldið fylgi sínu frá því í síðustu könnun Gallup fyrir blaðið, en Samfylkingin hefur hins vegar mjakast upp fyrir flokkinn í stærð.

„Það vekur athygli að kosningabarátta borgarstjóra hefur náð talsverðu fylgi af VG undanfarið. Það má segja að hér séu skýrir valkostir - annars vegar okkar framboð og hins vegar Samfylkingin. Þegar þessir valkostir verða til boða í vor er ég nokkuð sannfærður um að borgarbúar vilji breytingar,“ segir Eyþór.

„Mér sýnist að fylgi við meirihlutann hafi minnkað undanfarinn vetur og það er aðalatriðið. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25% fylgi í síðustu kosningum og er að bæta við sig. Það vantar bara herslumuninn til að meirihlutinn falli,“ segir Eyþór.

„Við höldum bara áfram að bæta við okkur.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir línur einnig vera að skerpast í borginni en hann segir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að vera með hugmyndir sem horfi til fortíðar.