*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 1. október 2014 07:35

Viss um að tillagan fái samþykki

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar, er sannfærður um að stofnun áburðarverksmiðju sé hagkvæm.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kveðst í samtali við Markaðinn á Fréttablaðinu vera sannfærður um að bygging 120 milljarða áburðarverksmiðju sé hagkvæm framkvæmd fyrir ríkið. 

„Ég er sannfærður um að athugunin eigi eftir að leiða í ljós að framkvæmdin sé hagkvæm en við erum ekki að stefna að því að ríkið fjármagni og reki verksmiðjuna,“ segir Þorsteinn í samtali við Markaðinn. Segir hann að þingmennirnir að baki tillögunni vilji einungis að ríkið kosti athugun á því hvort verkefnið sé hagkvæmt. „Ég veit ekki hvað mönnum finnst hipp og töff. Við erum búin að reyna að selja hver öðrum verðbréf. Það fór illa hjá okkur en það þótti voðalega fllott. En mér finnst eins og mönnum þyki ekki eins flott að gera eitthvað áþreifanlegt.“