Skiptum er nú lokið á félaginu Næsland ehf. sem stofnað var um framleiðslu kvikmyndarinnar Næsland. Ekkert fékkst upp í tæplega 2,6 milljóna kröfur í búið.

Samkvæmt Sigurði Gizurarsyni, skiptastjóra þrotabúsins, var það tollstjóraembættið sem átti kröfurnar í búið. Skúli Friðriksson og Friðrik Malmquist, eigendur kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Zik Zak, voru jafnframt eigendur félagsins Næsland ehf.

„Við höfum sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem sér um öll þessi mál fyrir okkur og ég vissi reyndar ekki að félagið væri sjálft komið í þrot,“ sagði Skúli þegar Viðskiptablaðið náði tali af honum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.