Vista sameinast séreignarsjóðnum Lífeyrisauka  og miðast sameiningin við 1. júní 2012. Sameinaður sjóður mun starfa undir nafni Lífeyrisauka og verður stærsti og fjölmennasti sjóður á Íslandi sem eingöngu tekur við viðbótarlífeyrissparnaði.

Stærð sameinaðs sjóðs verður um 49 milljarðar og fjöldi sjóðfélaga um 63 þúsund talsins. Báðir sjóðirnir eru í rekstri hjá Arion banka og mun engin breyting verða þar á.

Sameining sjóðanna er liður í því að einfalda vöruúrval Arion banka hvað varðar lífeyrisafurðir, til hagræðingar bæði fyrir sjóðfélaga og bankann, að því er fram kemur í tilkynningu.