*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 10. júní 2021 09:26

Vita hver vann 1,3 milljarða

Íslenskur vinningshafi að 1,27 milljörðum í Víkingalottó gaf sig ekki fram í gærkvöldi við Íslenska getspá. Vinningurinn er skattfrjáls.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslenskur vinningshafi að 1,27 milljörðum í Víkingalottó hefur ekki enn haft samband við Íslenska getspá. Þetta kom fram í máli í Halldóru Maríu Einarsdóttur, markaðsstjóra Íslenskrar getspár, í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Þar sem vinningurinn var keyptur á Lotto.is viti þau hver vinningshafinn sé og stefnt sé á að hafa samband við hann síðar í dag hafi vinningshafinn ekki gefið sig fram.

Halldóra María benti einnig á að vinningurinn sé skattfrjáls. Hún sagði að mikil umferð hafi verið á heimasíðu og app félagsins í gærkvöldi þar sem margir hafi kíkt á sína miða.

Þetta er langhæsti vinningur sem Íslendingur hefur unnið í lottó hér á landi og er fimm sinnum hærri en næst hæsti vinningurinn hingað til. Ástæðan er kerfisbreytingin hjá Víkingalottó sem leiðir af sér að hærri upphæðir eru greiddar út fyrir annan vinning en íslenski miðahafinn vann einmitt annan vinning.

Stikkorð: Víkingalottó