Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins sem heldur utan um eignarhluti ríkisins í bönknum, segir að ákvörðun um hovrt ríkið eigi að eiga hlutina til langs tíms sé að lokum pólitísk.

„Þegar við metum það svo að það sé heppilegt að selja hluti ríkisins þá undirbúum við og leggjum fram slíka tillögu. En ákvörðunin er að lokum pólitísk, hvort vilji sé fyrir hendi að ríkið eigi fjármálafyrirtæki,“ segir Elín en eignarhald ríkisins í fjármálafyrirtækjunum er vel þekkt í Norðurlöndunum.

Ráðgert er að Bankasýslan ljúki störfum innan fimm ára. Elín segir að erfitt sé að segja til um hvort það sé nægjanlegur tími, sérstaklega þegar óvissuþættir séu svo margir en hún vonast til að tíminn dugi. „Okkar markmið er að stuðla að uppbyggingu arðbærra fjármálafyrirtækja sem gott væri að selja. Við vinnum að því að fjármálafyrirtækin verði arðbær og sjálfbær. Við viljum ekki setja fjármagn í fyrirtæki sem ekki bera sig til lengri tíma litið."

Elín bætir því við að ef einhverjar eignir eru enn í Bankasýslunni að fimm árum liðnum verði hægt að færa þær í umsjá fjármálaráðuneytisins þar sem eignarhald er nú á ýmsum fyrirtækjum.

-Nánar í Viðskiptablaðinu