Lesendur vb.is geta nú séð viðtal við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings. Blaðamaður Viðskiptablaðsins ræddi við Hreiðar að loknum afkomufundi Kaupþings.

Kaupþing skilaði ríflega 15 milljarða króna hagnaði á öðrum fjórðungi, sem er aðeins yfir meðalspá greiningaraðila.

Verðtryggingarjöfnuður Kaupþings er jákvæður um 5 milljarða. Hreiðar segir útgáfu verðtryggða skuldabréfa, aukningu verðtryggðra innlána og minnkun í nýjum húsnæðislánum vera ástæðu þess að verðbólguáhrif á uppgjörin eru ekki meiri en raun ber vitni.

Viðtalið má sjá hér .