Eigið fé Kepler, sem Landsbankinn hefur nú keypt í Frakklandi, er 59,8 m.EUR og Q-hlutfall í kaupunum því 1,57. Áætlaður hagnaður Kepler á árinu 2005 er 1,6 m.EUR en 8 m.EUR á árinu 2006. Að því gefnu að væntur hagnaður á næsta ári endurspegli undirliggjandi hagnaðarmyndun félagsins þá er arðsemi eigin fjár um 13-14%. V/H hlutfall í kaupunum m.v. væntan hagnað á næsta ári er um 12 sem verður að teljast viðunandi fyrir hluthafa Landsbankans að teknu tilliti til arðsemi eigin fjár Kepler og þeirra samlegðaráhrifa sem vænta má en þau eru aðallega að tekjuhliðinni. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

Í dag mun Landsbankinn halda kynningarfund fyrir markaðsaðila og verður nánar fjallað um kaupin á Kepler í Morgunkorni í fyrramálið.