Fjárfestingafélagið Vivaldi Ísland ehf. hagnaðist um 24,6 milljónir á árinu 2015 en félagið skilaði 30 milljóna tapi árið á undan.

Samkvæmt ársreikningi nemur eigið fé félagsins 178 milljónum króna í árslok. Hlutafé félagsins í árslok nam 200,5 milljónum og er það allt í eigu Vivaldi Invest AS sem er í eigu Jóns von Tetzchner.

Jón stofnaði norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software sem þróaði samnefndan netvafra árið 1995 og var hann forstjóri fyrirtækisins fram til ársins 2010.