Notendur Vivaldi eru orðnir 735 þúsund talsins en þessi nýi vafri fór í loftið í lok janúar. Jón Von Tetzhner sem oftast er kenndur við Opera opnaði vefinn. Vafrinn var uppfærður í gær í tæknilega útgáfu 2 en hann er ennþá í fullum smíðum. Þetta kemur fram á vefsíðunni Spyr.is.

Jón segir í viðtali við Spyr.is að þegar prófunum lýkur á tæknilegu útgáfunni verði kynnt Betaútgáfa og síðan opnist 1. útgáfa vafrans. „Eftir þessa 1. útgáfu, fer vafrinn í almenna notkun og þróun, sem aftur færir alla vinnu í hring: Nýjungum verður bætt við, þær fara í tæknilega útgáfu, síðan betu og síðan 1. útgáfu. Þetta er því verkefni sem heldur stöðugt áfram í vinnslu og þróun.“