Bandaríkjadalur hefur náð jafnvægisgengi sínu, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hins vegar er alþjóðahagkerfið ekki í jafnvægi og leiðrétting þarf að eiga sér stað gegnum gjaldeyrismarkaði.

Þrátt fyrir veikingu Bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum heims er ekki fyrirsjáanlegt að leiðrétting á hinu hnattræna ójafnvægi alþjóðahagkerfisins muni eiga sér stað á næstunni. Þetta er mat eins af yfirmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og að hans mati mun verða mikill halli á viðskiptum Kína og annarra ríkja við Bandaríkin í fyrirsjáanlegri framtíð.

Eitt helsta vandamálið í alþjóðahagkerfinu er hinn mikli viðskiptahalli Bandaríkjanna, sem er að miklu leyti fjármagnaður af olíuútflutningsríkjum og útflutningshagkerfum í Asíu. Hann hefur leitt til viðvarandi hnattræns ójafnvægis í alþjóðaviðskiptum sem endurspeglast í því að neysla í Bandaríkjunum er hlutfallslega of mikil miðað við sparnað í helstu viðskiptalöndum stórveldisins.

Eitt af því fáa jákvæða sem menn hafa séð við núverandi lánsfjárkreppu er að fyrirsjáanleg veiking Bandaríkjadals hefur átt sér stað og hafa menn vonast til þess að hún verði á endanum til þess að leiðrétta viðskiptahallann þar vestra þar sem veikingin styrkir útflutningsiðnað og dregur úr eftirspurn

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .