Verðbréf
Verðbréf
© Associated Press (AP)
Hinar öfgakenndu sveiflur á mörkuðum síðustu dægrin birtust einna best í VIX-vísitölunni sem lækkaði um 27% í gær sem er næstmesta dagslækkun hennar frá upphafi.

Daginn áður hafði hún rokið upp um 50%. Vísitalan er notuð sem einn helsti mælikvarði á áhættufælni fjárfesta en hún mælir fólgið flökt í framtíðarsamningum á S&P 500 vísitöluna til skemmri tíma.

Samband VIX og hlutabréfamarkaða er oftast nær öfugt; þegar VIX lækkar þá hækka hlutabréfavísitölur að jafnaði segir í greingarefni IFS.