Guðmundur Ragnarsson
Guðmundur Ragnarsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna  beinir þeim tilmælum til stjórnarmanna í lífeyrissjóðum félagsmanna VM, að þeir grípi strax til róttækra aðgerða og láti viðkomandi sjóð selja hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem um ræðir.

Þetta segir í ályktun stjórnar VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna vegna þeirrar miklu umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu um ofurlaun, bónusa og fríðindi hjá stjórnendum fyrirtækja sem lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest í. Þau fyrirtæki sem hafa verið til umræðu að undanförnu eru meðal annars Hagar og N1.

Í ályktun frá stjórn VM er minnt á Samskipta- og siðareglur stjórna Gildis og Sameinaða lífeyrissjóðsins sem jafnframt hafa innleitt reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar.